Episodes

  • 093 - Norður-Amerískar Mýrarkanínur (1979 - fyrri hluti)
    Nov 27 2024
    Árið 1978 mokaði KISS samsteypan inn seðlum eins og enginn væri morgundagurinn. Það var því nóg til þegar árið 1979 gekk loks í garð. En þegar hér er komið sögu var farið að hrikta verulega í stoðunum og samstarfið gekk ekkert frábærlega hjá okkar mönnum. Frægð og frami hafði verið draumurinn sem nú hafði raungerst en samt kom mönnum ekki nægilega vel saman. 1978 hafði líka verið nokkuð skrítið ár og engin KISS plata kom út það árið fyrir utan auðvitað safnplötuna góðu, Double Platinum. Í viðbót við það voru sólóplöturnar fjórar það sem fyrra ár gaf af sér ásamt auðvitað sjónvarpsmyndinni frægu. Nú varð að leggja allt í þetta og koma með alvöru plötu. Ákveðið var að tjalda öllu til og færa aðdáendum nýtt og ferskt efni sem myndi gefa þeim ástæðu til að láta sjá sig á tónleikum á ný, en þær voru einmitt farnar að þynnast hressilega áhorfendatölurnar, engum af okkar mönnum til ánægju. En í bland við þetta allt þurfti að halda bandinu saman og vélinni gangandi, sem var hægara sagt en gert. Ace var farinn að finna fyrir leiða og enginn gat hamið Peter svo gott væri. Þrátt fyrir það leit þó SUPER KISS dagsins ljós þetta frábæra ár og túrinn "The Return Of KISS" varð að veruleika auk plötunnar DYNASTY. Við förum yfir þessi mál ásamt sögustund frá bæði Forsetanum og StarPower þar sem mjög víða er komið við líkt og vanalega.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show More Show Less
    3 hrs and 42 mins
  • 092 - "Rað í punginn"
    Sep 24 2024
    Loks var komið að því óumflýjanlega. Við vissum að þessi dagur kæmi. Þetta var erfitt á marga vegu en við teljum okkur hafa komist nokkuð vel frá þessu, annað en herra Stanley reyndar. Það þurfti nánast að draga forsetann okkar inn í Stúdíó Sannleikans fyrir þessar upptökur. En þegar hann loks mætti þá var hann í sínu fínasta pússi og með plötuna "Now And Then" undir arminum, en það er einmitt platan sem við tökum fyrir að þessu sinni. Paul Stanley notaði COVID stoppið til að skríða inn í hljóðverið ásamt öllum og ömmu þeirra til að hljóðrita þessa plötu undir nafninu "Paul Stanley´s Soul Station". Platan er s.s ekki alslæm, en þáttastjórnendur voru sammála um að hún kemst þó ansi nálægt því. Paul vildi heiðra tónlistarlegar rætur sínar með því að gefa út þessa 14 laga plötu sem inniheldur 5 ný frumsamin lög og 9 gömul tökulög. Kannski var þetta þetta bara eitthvað sem hann varð að koma úr systeminu sínu? Vonum að hann sé búinn að tappa vel af því systemi og að hann geti haldið upp og áfram með þetta að baki sér. Við greinum þessa plötu í þessum þætti sem er númer 92 í röðinni. Góða skemmtun??

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show More Show Less
    2 hrs and 55 mins
  • 091 - Rúllustigar (1978 - seinni hluti)
    Aug 16 2024
    Hér tökum við fyrir seinni hluta ársins 1978. Þetta var ekki fjörugasta árið í KISSögunni, en þó gerðist nú nokkuð hjá okkar mönnum. Sólóplöturnar fjórar litu dagsins ljós ásamt auðvitað sjónvarpsmyndinni KISS: Meets The Phantom Of The Park sem frumsýnd var á NBC sjónvarpsstöðinni þar sem nánast öll Ameríka poppaði, kom sér fyrir í sófanum og horfði. Okkar menn fengu frekar furðulegar Platinum plötur eftir smá fiff hjá hæstvirtum Neil Bogart og glanstímaritin elskuðu að birta myndir og fjalla um nýja ofurparið, Gene & Cher. Við kíkjum einnig örlítið út í geim að vanda með hjálp StarPower, en einnig fer hann yfir málin í páfagarði þess tíma ásamt miklu fleiru fróðlegu stöffi. Forsetinn segir okkur frá skemmtiferð fjölskyldunnar nú í sumar en kynnir líka fyrir okkur hvað annað var að gerast í tónlistinni í heiminum árið 1978 og kemur pönkið nokk mikið við sögu. Þetta allt, en bara svo miklu, miklu meira til.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show More Show Less
    3 hrs and 20 mins
  • 090 - Soja Salúýt (1978 - fyrri hluti)
    May 23 2024
    Við erum komnir að árinu 1978. Í þessum þætti tökum við fyrir fyrri hluta þessa ágæta árs í KISSSögunni sem við svo berum auðvitað saman við hina almennu sögu. Á þessu ári var lítið um túralíf hjá okkar mönnum svona miðað við fyrri ár hið minnsta, en aðeins var um leyfar af ALIVE II túrnum að ræða. En okkar menn gáfu út sína fyrstu safnplötu á þessum fyrri helmingi ársins 1978 ásamt því að hefja tökur á bæði bíómynd og auðvtað sólóplötunum fjórum fræknu. Þetta var þungur þáttur í undirbúningi en léttari í upptökum sem þó slaga áleiðis upp í 4 klst.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show More Show Less
    3 hrs and 29 mins
  • 089 - Miklu meira en spenntir!
    Mar 23 2024
    Ace Frehley gaf út sína tíundu sólóplötu á dögunum. Þar sem hann er orðinn 73 ára gæti vel farið svo að um svanasöng Ása sé að ræða, hver veit? Er þessi plata nægilega góð til að vera hans síðasta? Hér förum við yfir það allt saman og hendum meira að segja í stigagjöf upp á gamla mátann. Við skemmtum okkur konunglega við greininguna á þessari plötu sem kallinn nefndi svo 10,000 Volts og vonum við að áhlustun á þáttinn sé með svipað skemmtanagildi. Rokk & Ról !

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show More Show Less
    3 hrs and 35 mins
  • 088 - Føroyskur Forsetur í Gøtu? (1977 - seinni hluti)
    Feb 22 2024
    Hér tökum við fyrir seinni hluta ársins 1977 hjá okkar mönnum. Þetta er árið sem þeir toppuðu og áttu heiminn, enda á yfirborðinu var ekkert nema bjart framundan. Yfirferð okkar í hinu sögulega ljósi heldur hér áfram. Forsetinn kemur með sláandi "fréttir" og Starpower gluggar í Tímann og segir okkur helstu fréttir af Enterprise áætlunum Bandaríkjamanna ásamt öðru afar krassandi stöffi. Þá skoðum við óborganlegan tónleikadóm frá þessu ári og heyrum líka viðtal við Bon heitinn Scott frá 1.nóvember 1977 þar sem hann talar um væntanlegt upphitunargigg AC-DC fyrir KISS. Þetta allt og svo miklu, miklu meira í þættinum að þessu sinni.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show More Show Less
    3 hrs and 17 mins
  • 087 - Tugur, tólf & tríó (1977 - fyrri hluti)
    Feb 10 2024
    Við erum komin að árinu 1977 í þessari sögulegu yfirferð okkar um KISSÖGUNA. Sennilega er þetta ár það ár sem okkar menn eru algerlega á toppnum á sínum ferli. En þetta er líka árið þar sem maskínan fer að liðast í sundur. KISS fá sín fyrstu verðlaun á ferlinum og það fyrir lagið Beth. Spurning hvort að sú staðreynd hafi ekki gillað egóið hans Peter ansi vel? Okkar menn gáfu út eina hljóðversplötu á þessu ári og eina tónleikaplötu en þetta er einmitt árið þar sem Ace þorði að byrja syngja. Tónleikaferðirnar voru hins vegar þrjár þetta árið, alveg ótrúlega viðburðaríkt ár hjá okkar mönnum svo ekki sé meira sagt. Hér förum við yfir það allra helsta eins og okkur er lagið og berum það saman við söguna í þessum fyrri hluta á árinu 1977. Þá skoðum við auðvitað líka hvað "KISS heimar" bjóða okkur upp á um þessi misserin.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show More Show Less
    3 hrs and 33 mins
  • 086 - Vilhjálmur Starkaðsson
    Jan 10 2024
    KISS hafa lagt árar í bát eftir 50 farsæl ár. Á lokatónleikum sínum í MSG, NY þann 2.desember 2023 kynntu þeir þó nýtt upphaf með orðunum "A New Era Begins" þar sem þeir ætla sér að notast við gervigreindina á komandi árum. Í þessum þætti förum við yfir það allt saman og reynum að koma okkar skoðun á því öllu í orð. Við heyrum fréttir af Brúsa okkar en mikið hefur borið á honum upp á síðkastið. Við kíkjum aðeins á Ásinn og heyrum hvað er að frétta af honum, við gægjumst örlítið ofan í veskið hjá okkar mönnum og svo margt, margt fleira. Að lokum sláum við í annað sinn á þráðinn til Bill Starkey, Forseta Forsetanna. Hann er auðvitað stórvinur þáttarins og annar af stofnendum KISS ARMY. Við fáum hans álit á því sem helst er í KISS fréttum þessa tíðina ásamt léttu spjalli.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show More Show Less
    2 hrs and 42 mins