KISS Army Iceland Podcast

By: KISS ARMY ICELAND
  • Summary

  • Þrír miðaldra karlmenn fjalla um allt á milli himins og jarðar.....bara svo lengi sem það er um hljómsveitina KISS. Heiðar Aðaldal Jónsson (forseti KISS ARMY ICELAND), Atli Hergeirsson og Páll Jakob Líndal eru allir forfallnir aðdáendur hljómsveitarinnar KISS og taka hér fyrir hin ýmsu málefni tengd bandinu.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Atli Hergeirsson
    Show More Show Less
activate_Holiday_promo_in_buybox_DT_T2
Episodes
  • 093 - Norður-Amerískar Mýrarkanínur (1979 - fyrri hluti)
    Nov 27 2024
    Árið 1978 mokaði KISS samsteypan inn seðlum eins og enginn væri morgundagurinn. Það var því nóg til þegar árið 1979 gekk loks í garð. En þegar hér er komið sögu var farið að hrikta verulega í stoðunum og samstarfið gekk ekkert frábærlega hjá okkar mönnum. Frægð og frami hafði verið draumurinn sem nú hafði raungerst en samt kom mönnum ekki nægilega vel saman. 1978 hafði líka verið nokkuð skrítið ár og engin KISS plata kom út það árið fyrir utan auðvitað safnplötuna góðu, Double Platinum. Í viðbót við það voru sólóplöturnar fjórar það sem fyrra ár gaf af sér ásamt auðvitað sjónvarpsmyndinni frægu. Nú varð að leggja allt í þetta og koma með alvöru plötu. Ákveðið var að tjalda öllu til og færa aðdáendum nýtt og ferskt efni sem myndi gefa þeim ástæðu til að láta sjá sig á tónleikum á ný, en þær voru einmitt farnar að þynnast hressilega áhorfendatölurnar, engum af okkar mönnum til ánægju. En í bland við þetta allt þurfti að halda bandinu saman og vélinni gangandi, sem var hægara sagt en gert. Ace var farinn að finna fyrir leiða og enginn gat hamið Peter svo gott væri. Þrátt fyrir það leit þó SUPER KISS dagsins ljós þetta frábæra ár og túrinn "The Return Of KISS" varð að veruleika auk plötunnar DYNASTY. Við förum yfir þessi mál ásamt sögustund frá bæði Forsetanum og StarPower þar sem mjög víða er komið við líkt og vanalega.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show More Show Less
    3 hrs and 42 mins
  • 092 - "Rað í punginn"
    Sep 24 2024
    Loks var komið að því óumflýjanlega. Við vissum að þessi dagur kæmi. Þetta var erfitt á marga vegu en við teljum okkur hafa komist nokkuð vel frá þessu, annað en herra Stanley reyndar. Það þurfti nánast að draga forsetann okkar inn í Stúdíó Sannleikans fyrir þessar upptökur. En þegar hann loks mætti þá var hann í sínu fínasta pússi og með plötuna "Now And Then" undir arminum, en það er einmitt platan sem við tökum fyrir að þessu sinni. Paul Stanley notaði COVID stoppið til að skríða inn í hljóðverið ásamt öllum og ömmu þeirra til að hljóðrita þessa plötu undir nafninu "Paul Stanley´s Soul Station". Platan er s.s ekki alslæm, en þáttastjórnendur voru sammála um að hún kemst þó ansi nálægt því. Paul vildi heiðra tónlistarlegar rætur sínar með því að gefa út þessa 14 laga plötu sem inniheldur 5 ný frumsamin lög og 9 gömul tökulög. Kannski var þetta þetta bara eitthvað sem hann varð að koma úr systeminu sínu? Vonum að hann sé búinn að tappa vel af því systemi og að hann geti haldið upp og áfram með þetta að baki sér. Við greinum þessa plötu í þessum þætti sem er númer 92 í röðinni. Góða skemmtun??

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show More Show Less
    2 hrs and 55 mins
  • 091 - Rúllustigar (1978 - seinni hluti)
    Aug 16 2024
    Hér tökum við fyrir seinni hluta ársins 1978. Þetta var ekki fjörugasta árið í KISSögunni, en þó gerðist nú nokkuð hjá okkar mönnum. Sólóplöturnar fjórar litu dagsins ljós ásamt auðvitað sjónvarpsmyndinni KISS: Meets The Phantom Of The Park sem frumsýnd var á NBC sjónvarpsstöðinni þar sem nánast öll Ameríka poppaði, kom sér fyrir í sófanum og horfði. Okkar menn fengu frekar furðulegar Platinum plötur eftir smá fiff hjá hæstvirtum Neil Bogart og glanstímaritin elskuðu að birta myndir og fjalla um nýja ofurparið, Gene & Cher. Við kíkjum einnig örlítið út í geim að vanda með hjálp StarPower, en einnig fer hann yfir málin í páfagarði þess tíma ásamt miklu fleiru fróðlegu stöffi. Forsetinn segir okkur frá skemmtiferð fjölskyldunnar nú í sumar en kynnir líka fyrir okkur hvað annað var að gerast í tónlistinni í heiminum árið 1978 og kemur pönkið nokk mikið við sögu. Þetta allt, en bara svo miklu, miklu meira til.

    Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.

    Show More Show Less
    3 hrs and 20 mins

What listeners say about KISS Army Iceland Podcast

Average customer ratings

Reviews - Please select the tabs below to change the source of reviews.