Auðnast

By: Ghost Network®
  • Summary

  • Félagsleg, andleg og líkamleg heilsa, velsæld og vinnustaðir, heilbrigðisvísindi, meðferð og ráðgjöf – ekkert er Auðnast óviðkomandi í þessum málaflokkum. Í hverjum þætti fara Ragnhildur og Hrefna yfir viðfangsefni sem tengist þeirra daglegu störfum í Auðnast. Þær miðla út frá reynslu sinni og þekkingu en einnig fara þær yfir hvað vísindin hafa til málanna að leggja. Í hlaðvarpsþáttunum taka þær Hrefna og Ragnhildur einnig á móti góðum gestum. Fagfólk sem sest í stólinn hjá þeim mun ræða um fjölbreytt málefni líðandi stundar, út frá fræðum og reynslu. Ef þú hefur áhuga á að bæta líf þitt og heilsu, leggðu við hlustir. Ragnhildur er klínískur sálfræðingur, fjölskyldufræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd. Hún er auk þess með meistaragráðu í alþjóðasamskiptum þar sem hún lagði áherslu á samningatækni. Hrefna Hugosdóttir er hjúkrunar- og fjölskyldufræðingur, sérfræðingur í vinnuvernd og sáttamiðlari. Saman stofnuðu þær Auðnast árið 2014 í þeim tilgangi að efla heilsu og velsæld fólks. Auðnast vinnuvernd aðstoðar þinn vinnustað í að vera leiðandi í öflugu vinnu- og heilsuverndarstarfi. Við leggjum áherslu á árangur og arðsemi með því að efla félagslegt öryggi og sjálfbærni. Við beinum sjónum okkar m.a. að heilsu, samskiptum, streitu, fjarvistum og félagslegri sjálfbærni. Með nánu samstarfi og samvinnu búum við til framúrskarandi vinnustaði með betra umhverfi fyrir starfsfólk. og framúrskarandi vinnustaði. Auðnast klíník veitir meðferð og ráðgjöf í þeim tilgangi að efla líðan, öryggi og heilsu fólks
    Copyright 2024 Ghost Network®
    Show More Show Less
Episodes
  • Gremja – gagnlegt verkfæri eða gallagripur
    Jan 31 2025

    Í þessum þætti förum við yfir hvað gremja er og hver er algeng uppspretta hennar. Við stiklum líka á stóru hvernig hægt er að draga úr gremju þegar hún er okkur ógagnleg og Hrefna segir okkur gremjusögu úr sínu lífi.

    Bækur sem við mælum með:

    The Destructive Power of Resentment: 30 Techniques to Overcome Relationship Resentment eftir Nancy Fagan

    Ressentiment: Its Phenomenology and Clinical Significance eftir John White

    Show More Show Less
    40 mins
  • Heilsustraumar á vinnustöðum - Hvað hefur verið vinsælt og hvað mun gerast á næstu árum?
    Jan 31 2025

    Í þessum þætti rýnum við í hvað hefur verið ríkjandi á vinnustöðum í heilsu og velferðarúrræðum síðastlðin ár. Við kíkjum líka örlítið í spádómskúluna og spáum fyrir líklegum straumum á komandi árum. Ef þú hefur áhuga á heilsu á vinnustöðum - skaltu leggja við hlustir.

    Show More Show Less
    27 mins
  • Hvíld - Mikilvægasta verkfærið til þess að ná árangri?
    Dec 27 2024

    Hvíld er mikilvæg grunnforsenda þegar kemur að því að nýta sköpunargleði, efla þrautseigju og komast farsællega gegnum streituvaldandi tímabil. Í þessum þætti verður farið yfir margvíslegar útgáfur af hvíld og hvernig þær nýtast með ólíkum hætti eftir því hvaða verkefni þú ert að fást við hverju sinni.

    Show More Show Less
    41 mins

What listeners say about Auðnast

Average customer ratings

Reviews - Please select the tabs below to change the source of reviews.